dagsatt.. hata leiguverð

þetta er svo dagsatt.. ég var að flytja út úr kotinu hjá mömmu og pabba seinustu mánaðarmót er búin að vinna í allt sumar og ákvað að fara á vinnumarkaðinn hérna í bænum og taka mér smá pásu... það leið ekki á löngu að ég er nú þegar búin að taka mér yfirdrátt...

 

ég er að leigja með 2 stelpum og samt er leigan mín 50 þ á mán í 70 fm íbúð og ein er í stofunni! svo er Það að kaupa mat og halda sér uppi um mánuðinn .. maður er kanski með 150 - 200 þ í mánaðarlaun og ef að leigan er borguð á maður 150 - 100 þ eftir af mánuðinum .. ég er að borga af bílnum mínum líka Það er 14.þ á mán ég þarf enn að borga viðgerð af bílnum lika..

ég tými ekki einu sinni að fara til tannlæknis því ég er svo hrædd um að eiga engann pening þegar ég kem heim frá honum.

 ég ætlaði í skóla en hef engan pening til þess þar sem að ég er staurblönk og námið sem að eg vil læra er hér í bænum.. það er annaðhvort að vinna og reyna að komast af eða enginn skóli.

 ef að ég vil faara í skóla sé ég ekki fram á annað en að ég þurfi að taka mér lán.. sem að ég vil alls ekki gera

veit um fólk sem er orðið 25 og er enn að borga af skólalánum og lánum frá bönkunum.

það er einhvað sem að ég vil ekki gera .. en ef að ég ætla að klára skóla og reyna að búa frá mömmu og pabba koti þá maður örugglega eftir að enda með að gera það...


mbl.is Kreppir að fjárhag unga fólksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það versta sem þú gerir er að fá þér yfirdrátt, þá stækkar snjóboltinn bara.

Lolli (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 13:48

2 identicon

Nákvæmlega, eins og lolli segir þú færð þér yfirdrátt og þarft að borga vexti af honum.

Gætir t.d. selt bílin sem þú ert með á lánum og keyptu þér gamlan handa civic eða toyota corollu sem fæst á 100-150 þús.
Það þarf að safna smá en það er margfallt ódýrara þú borgar ekki af bílnum mánaðarlega og þarf heldur ekki að borga kaskó tryggingu af honum.

þarna er strax komin 15-20 þús á mánuði sem hægt er að gera eitthvað sniðugt með.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 14:00

3 identicon

Það er bara gott mál að fasteignaverð bara hækki og stýrivextir ættu að vera lágmark 20% plús verðbættur vegna þess að bankarnir hafa fullan rétt á að græða.Og verðbólgan má vera lágmark 100%

Mac (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 20:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband